fbpx

Um okkur

Vogir og lagnir er rafverktaki sem leggur mikla áherslu á góða þjónustu. Fyrirtækið er ungt að árum en starfsmenn okkar búa yfir áralangri og yfirgripsmikilli reynslu í rafvirkjun ásamt viðgerðum og uppsetningu á vogum. Árið 2019 bættist svo Rafþjónusta Sigurdórs við hjá okkur ásamt þeirra starfsmönnum.

Við sérhæfum okkur í þjónustu við vogir og hverskonar vigtunarbúnað, en erum þó einnig með fjölhæfa rafvirkja í allskyns verk. Við getum þjónustað allar tegundir voga, en við höfum einnig verið að láta sérsmíða vogir fyrir ýmiss verkefni. Það er því ekkert sem stoppar okkur frá því að þjónusta þig.

Við erum umboðsaðili fyrir vörur frá Cardinal Detecto á Íslandi, en mörg af stærstu fyrirtækjum landsins, bæði opinber og einkarekin, treysta á endingargóðar vogir frá Cardinal. Þar má nefna Norðurál, Rio Tinto Alcan, Elkem, Samskip, Eimskip, Isavia, Vegagerðina, Lögregluna og flestar hafnir landins. Öll þessi fyrirtæki treysta á áreiðanleika búnaðarins frá Cardinal og hraða og örugga þjónustu frá okkur. Þrátt fyrir að við séum umboðsaðili Cardinal Dectecto erum við einnig í samstarfi við AWM og Haenni, en þau eru bæði mjög virt fyrirtæki í þessum bransa.

Það má finna okkur á:

Smiðjuvellir 17

300 Akranes

netfang: vogir@vogir.is

Sími: 433-2202