fbpx

Sjávarútvegssýning

Vogir.is voru með bás á sjávarútvegssýningunni í Fífunni í síðastliðnum september. Sýningin gekk vel fyrir sig og vakti athygli.

Mikil lukka var meðal gesta vegna þess að 190 aflestrarhausinn frá Cardinal var settur í fiskabúr ásamt nokkrum gullfiskum. Vogin sem tengd var við hausinn var vel notuð og prófuðu mjög margir að stíga á hana. Það kom okkur á óvart hversu margir tóku af skarið. Vogin er enn í góðu standi, en pallurinn þolir 300 Kg. Það var sem betur fer enginn sem vóg það mikið, því þá hefðum við verið í vondum málum.

Við viljum þakka öllum sem komu og kíktu á okkur og hlökkum til þess að sjá ykkur á næstu sýningu.